Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. apríl 2017 14:05
Elvar Geir Magnússon
Tuchel: Sprengjuárásin komin úr kerfinu
Rútan sem ráðist var á.
Rútan sem ráðist var á.
Mynd: Samsett
Thomas Tuchel, stjóri Borussia Dortmund, segir að sprengjuárásin á liðsrútuna í síðustu viku sé „komin úr kerfinu" og leikmenn séu bjartsýnir á að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Þrjár sprengjur sprungu við liðsrútuna á þriðjudaginn í síðustu viku fyrir heimaleikinn gegn Mónakó. Leikurinn var settur á daginn eftir og tapaði Dortmund 2-3.

Tuchel sagði að leikurinn hefði verið færður án samráðs við leikmenn en menn séu núna komnir í andlegt jafnvægi.

„Allt sem gerðist í síðustu viku hefur gert okkur sterkari. Við þurfum að ná fram góðum leik og ég er viss um að við getum gert það. Við erum tilbúnir og einbeittir. Við vitum að þetta verður mjög erfitt en við höfum kraftinn og sjálfstraustið til að ná úrslitum," sagði Tuchel.

Marc Bartra, varnarmaður Dortmund, meiddist í árásinni og er talið að hann verði frá í um mánuð í viðbót.

Sú ákvörðun UEFA að færa fyrri leikinn aðeins aftur um einn dag hefur verið harðlega gagnrýnd.

Seinni leikurinn hefst 18:45 í kvöld í Mónakó.
Athugasemdir
banner
banner
banner