Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. apríl 2018 23:14
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal greiðir niður miðana gegn Atletico
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur ákveðið að niðurgreiða miðakostnað stuðningsmanna sem fara með liðinu til Spánar að heimsækja Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Stuðningsmenn Atletico greiða 36.5 pund fyrir miða á leikinn gegn Arsenal á meðan stuðningsmenn gestanna þurfa að greiða 79 pund.

„Við áttum okkur á því að ferðin til Madrídar verður dýr fyrir stuðningsmenn. Við höfum því ákveðið að koma á móti stuðningsmönnum og greiða niður hluta miðaverðisins," sagði Mark Brindle, sem sér um samskipti milli Arsenal og stuðningsmannafélaga.

Arsenal er búið að slá AC Milan og CSKA úr leik á meðan Atletico hafði betur gegn Lokomotiv og Sporting.

Marseille mætir Red Bull Salzburg í hinum undanúrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner