Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 21. apríl
Besta-deild karla
Besta-deild kvenna
föstudagur 19. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
föstudagur 19. apríl
Super League - Women
Brighton W - Everton W - 18:00
Division 1 - Women
Paris W 0 - 1 Saint-Etienne W
Bundesligan
Eintracht Frankfurt - Augsburg - 18:30
Bundesliga - Women
RB Leipzig W - Bayer W - 16:30
Serie A
Cagliari - Juventus - 18:45
Genoa - Lazio - 16:30
Toppserien - Women
Lyn W - Lillestrom W - 16:00
Úrvalsdeildin
FK Krasnodar - Fakel - 16:00
La Liga
Athletic - Granada CF - 19:00
Damallsvenskan - Women
Norrkoping W - Djurgarden W - 17:00
Elitettan - Women
Umea W - Sunnana W - 17:00
fim 19.apr 2018 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 5. sæti: KR

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að KR endi í 5. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. KR endar í 5. sæti ef spáin rætist.

Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón Friðgeirsson.
Skúli Jón Friðgeirsson.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
André Bjerregaard
André Bjerregaard
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Kristinn Jónsson og Björgvin Stefánsson komu til KR í vetur.
Kristinn Jónsson og Björgvin Stefánsson komu til KR í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Morten Beck.
Morten Beck.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. KR 58 stig
6. Breiðablik 55 stig
7. Grindavík 43 stig
8. Fjölnir 23 stig
9. ÍBV 21 stig
10. Fylkir 19 stig
11. Víkingur R. 18 stig
12. Keflavík 15 stig

Um liðið: KR olli vonbrigðum á síðasta tímabili en niðurstaðan varð 4. sæti og ekki sæti í Evrópukeppni í sumar. Rúnar Kristinsson er nú kominn heim til að reyna að snúa við blaðinu í Vesturbæ.

Þjálfari - Rúnar Kristinsson Rúnar er mættur aftur heim í Vesturbæ eftir að hafa þjálfað Lilleström í Noregi og Lokeren í Belgíu. Rúnar er uppalinn KR-ingur og þegar ferli hans sem atvinnumaður lauk kom hann aftur heim í vesturbæ. Rúnar hóf síðan þjálfaraferil sinn hjá KR og stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils bæði 2011 og 2013. KR varð einnig bikarmeistari undir stjórn Rúnars 2011, 2012 og 2014.

Nær KR flugi á ný?

Styrkleikar: Mjög margir reynsluboltar eru í KR-liðinu, leikmenn sem eiga mörg hundruð leiki að baki í Pepsi-deildinni. Rúnar hefur náð mögnuðum árangri sem þjálfari KR og hann gæti hjálpað liðinu að ná flugi á nýjan leik. Stemningin í Vesturbænum hefur verið á uppleið í vetur eftir komu hans. Bakverðirnir Morten Beck og Kristinn Jónsson eru öflugir og gætu hjálpað í sóknarleiknum.

Veikleikar: KR vann einungis þrjá heimaleiki í fyrra og liðið þarf að gera Frostaskjólið að miklu sterkara vígi í sumar til að blanda sér af alvöru í toppbaráttu. Markaskorunin var vandamál hjá KR í fyrra en sóknarleikur liðsins var flatur og gekk oft illa. Í vetur hefur sama vandamál verið til staðar en KR skoraði einungis sjö mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum. Breiddin hjá KR er ekki sú sama og hjá öðrum liðum í toppbaráttunni og samkeppnin um sæti ekki jafn hörð,

Lykilmenn: Óskar Örn Hauksson og Albert Watson. Óskar hefur verið lykilmaður hjá KR í áraraðir. Skilar alltaf mörgum og stoðsendingum. Watson kom til KR í vetur og Rúnar segir að hann sé sterkur karakter sem eigi að stjórna varnarleiknum.

Gaman að fylgjast með: Björgvin Stefánsson hefur raðað inn mörkunum með Haukum í Inkasso-deildinni undanfarin ár. Björgvin náði sér ekki á strik með Val og Þrótti R. í Pepsi-deildinni 2016 en hann fær nú annan séns þar.

Spurningamerkið: Getur Rúnar náð að hressa upp á sóknarleik KR og komið liðinu aftur í alvöru titilbaráttu?

Völlurinn: KR-völlurinn er klassískur en lítið hefur hins vegar verið gert til að bæta umgjörðina þar undanfarin ár. Líf virðist þó vera að kvikna í kringum starfið hjá KR og vonandi koma fleiri áhorfendur á völlinn í Vesurbænum í sumar en undanfarin tímabil.

„Markiðið að koma KR aftur í Evrópukeppni"

Þjálfarinn segir - Rúnar Kristinsson
„KR hefur oftast verið í efstu þremur sætunum í þessum spám. Þetta endurspeglast oft af því hvað liðið hefur verið að gera í ár og í fyrra, hvernig leikmannamarkaðurinn og undirbúningstímabilið hefur verið. Þetta hefur verið upp og niður hjá okkur og litast af því. Markmiðið er að vera ofar en þetta, vera ofar en í fyrra og koma KR aftur í Evrópukeppni. Það er mjög óvanalegt að við séum ekki þar. Auðvitað viljum við gera atlögu að titlinum og taka þátt í þeirri baráttu en við vitum að það er fullt af góðum liðum að berjast um þetta og deildin er orðin jöfn og sterk."

Komnir:
Albert Watson frá Kanada
Björgvin Stefánsson frá Haukum
Kristinn Jónsson frá Breiðabliki
Pablo Punyed frá ÍBV

Farnir:
Garðar Jóhannsson hættur
Guðmundur Andri Tryggvason í Start
Michael Præst
Óliver Dagur Thorlacius til Gróttu á láni
Robert Sandnes
Stefán Logi Magnússon í Selfoss
Tobias Thomsen í Val

Sjá einnig:
Hin hliðin - Finnur Orri Margeirsson
Óskar og Aron - Breytingar hjá KR, karfan og Peter Crouch

Leikmenn KR sumarið 2018:
2 Morten Beck
3 Ástbjörn Þórðarson
4 Albert Watson
5 Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6 Gunnar Þór Gunnarsson
7 Skúli Jón Friðgeirsson
8 Finnur Orri Margeirsson
9 Björgvin Stefánsson
10 Pálmi Rafn Pálmason
11 Kennie Knak Chopart
13 Sindri Snær Jensson
15 André Bjerregaard
16 Pablo Punyed
18 Aron Bjarki Jósepsson
19 Kristinn Jónsson
20 Axel Sigurðarson
22 Óskar Örn Hauksson
23 Atli Sigurjónsson
24 Valtýr Már Michaelsson
25 Stefán Árni Geirrsson
26 Finnur Tómas Pálmason
28 Hjalti Sigurðsson
30 Beitir Ólafsson

Leikir KR 2018:
27.apríl Valur – KR
6.maí KR – Stjarnan
13.maí Grindavík – KR
17.maí KR – Breiðablik
21.maí Fjölnir – KR
27.maí KR – KA
3.júní ÍBV – KA
10.júní KR – FH
14.júní Keflavík – KR
1.júlí KR – Víkingur R.
5.júlí KR - Valur
16.júlí Fylkir – KR
22.júlí Stjarnan – KR
30.júlí KR – Grindavík
7.ágúst Breiðablik – KR
12.ágúst KR – Fjölnir
19.ágúst KA – KR
26.ágúst KR – ÍBV
2.september FH – KR
16.ágúst KR – Keflavík
23.september KR – Fylkir
29.september Víkingur R. – KR

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson og Tryggvi Guðmundsson.
Athugasemdir
banner
banner