fim 19. apríl 2018 10:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Ari heldur áfram að skora fyrir Lokeren
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var á skotskónum fyrir lið sitt Lokeren í belgísku úrvalsdeildinni í gær.

Lokeren fékk KV Oostende í heimsókn og var það Ari Freyr sem skoraði fyrsta mark leiksins. Ari er vítaskytta Lokeren og skoraði hann fyrsta mark leiksins úr vítspyrnu á 26. mínútu.

Þetta er sjötta deildarmark Ara á tímabilinu. Hann hefur verið nokkuð iðinn við kolann í vetur.

Lokeren náði ekki að fylgja almennilega á eftir marki Ara því Oostende jafnaði metin nokkrum mínútum síðar. Staðan var 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum komst Lokeren aftur yfir en aftur náðu gestirnir að jafna.

Lokatölurnar 2-2 og er Lokeren á toppnum í um­spilsriðli um sæti í Evr­ópu­keppni á næsta tíma­bili. Lokeren er með átta stig eftir að hafa spilað fjóra leiki hingað til.

Ari er á leið á HM með íslenska landsliðinu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner