Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. apríl 2018 17:45
Ingólfur Stefánsson
Byrjunarliðin á Englandi: Jóhann Berg á sínum stað - Hazard á bekknum
Giroud byrjar
Giroud byrjar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Jóhann Berg er á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem fær Chelsea í heimsókn.

Burnley geta með sigri í kvöld komist upp fyrir Arsenal í 6. sæti deildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 3-2 sigri Burnley í fyrsta leik liðanna á tímabilinu.

Olivier Giroud og Alvaro Morata leiða sóknarlínu Chelsea en þeir Eden Hazard, Willian og Cesc Fabregas eru allir á bekknum.

Southampton þurfa á sigri að halda gegn Leicester í hinum leik kvöldsins en liðið er í harðri fallbaráttu. Byrjunarliðið þeirra er óbreytt frá 3-2 tapinu gegn Chelsea.

Claude Puel gerir fimm breytingar á Leicester liðinu sem tapaði 2-1 gegn Burnley um síðustu helgi. Kasper Schmeichel er frá vegna meiðsla líkt og Shinji Okazaki.

Byrjunarlið Burnley:Pope, Lowton, Tarkowski, Long, Ward, Lennon, Westwood, Cork, Jóhann Berg Guðmundsson, Wood, Barnes


Byrjunarlið Chelsea:Courtois, Rudiger, Cahill, Azpilicueta, Moses, Bakayoko, Kante, Emerson, Pedro, Morata, Giroud


Byrjunarlið Leicester:Hamer, Chilwell, Gray, Iheanacho, Vardy, Albrighton, Silva, Maguire, Dragovic, Ndidi, Mahrez


Byrjunarlið Southampton:McCarthy, Soares, Yoshida, Hoedt, Long, Tadic, Romeu, Ward-Prowse, Bertrand, Hojbjerg, Bednarek

Athugasemdir
banner
banner
banner