Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 19. apríl 2018 15:00
Ingólfur Stefánsson
Cazorla hefur ekki spilað síðan 2016 en gæti fengið nýjan samning
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger stjóri Arsenal segir að félagið gæti enn boðið Santi Cazorla nýjan samning þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi ekki spilað síðan í október árið 2016.

Síðan þá hefur Cazorla gengið í gegnum nokkur meiðsli sem hafa ógnað ferli hans. Á tímabili var óttast að það þyrfti að fjarlægja fótinn af leikmanninum.

Wenger segir að endurhæfing Cazorla gangi nú vel og félagið muni skoða mál hans í sumar.

„Við söknum hans mikið. Ég tala ekki mikið um það en liðið hefur saknað hans mikið. Hann er frábær fótboltamaður og það er mjög sorglegt það sem hefur komið fyrir hann, það er einnig leitt fyrir Arsenal að missa hann svona lengi."

„Hann er í endurhæfingarferli núna og það síðasta sem ég heyrði var að það gengi vel. Kannski getur hann snúið aftur áður en tímabilið klárast. Mun hann spila aftur í ensku úrvalsdeildinni? Við þurfum að sjá til með það. Ég vona það svo sannarlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner