fim 19. apríl 2018 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Frábær endurkoma Bröndby í toppslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bröndby er komið á topp dönsku deildarinnar eftir magnaðan sigur á Midtjylland. Fyrir leikinn voru liðin jöfn með 69 stig á toppnum, fimmtán stigum fyrir ofan næsta lið.

Gustav Wikheim skoraði tvö fyrir heimamenn með stuttu millibili snemma leiks.

Kamil Wilczek minnkaði muninn og kom Hjörtur Hermannsson inn fyrir Paulus Arajuuri rétt fyrir leikhlé.

Með Hjört í hjarta varnarinnar skoruðu heimamenn ekki meira en Kamil jafnaði fyrir gestina á lokakaflanum. Skömmu síðar gerði Anthony Jung sigurmarkið og fullkomnaði magnaða endurkomu Bröndby í toppslagnum.

Eggert Gunnþór Jónsson lék þá fyrstu 64 mínúturnar í 1-1 jafntefli Sönderjyske gegn tíu leikmönnum Lyngby. Sönderjyske er svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni, fjórtán stigum frá fallsvæði þegar sex umferðir eru eftir.

Midtjylland 2 - 3 Bröndby
1-0 Gustav Wikheim ('14)
2-0 Gustav Wikheim ('17)
2-1 Kamil Wilczek ('28)
2-2 Kamil Wilczek ('80)
2-3 Anthony Jung ('84)

Lyngby 1 - 1 Sönderjyske
0-1 M. Hvilsom ('69)
1-1 A. Egholm ('71, sjálfsmark)
Rautt spjald: M. Rasmussen, Lyngby ('44)
Athugasemdir
banner
banner