Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. apríl 2018 18:00
Ingólfur Stefánsson
Ekkert ósætti á milli Rooney og Allardyce
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney segir að það sé ekkert ósætti á milli sín og Sam Allardyce stjóra Everton. Rooney segir að Allardyce hafi staðið sig vel sem stjóri liðsins og hafi gert það sem ætlast var til af honum.

Rooney virtist ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli á 58. mínútu í leik gegn Liverpool á dögunum en hann segir sjálfur að of mikið hafi verið gert úr atvikinu.

„Þið getið spurt hvaða Everton stuðningsmann sem er, enginn þeirra yrði ánægður að vera tekinn snemma af velli í grannaslagnum."

„Það er aðeins meiri athygli á mér en öðrum leikmönnum. Það er ekkert vandamál milli mín og ekkert vandamál að ég hafi verið tekinn útaf, ég virði ákvarðanir hans en auðvitað var ég pirraður á þessu augnabliki."


Everton voru í hættu á að dragast í fallbaráttu undir stjórn Ronald Koeman en sitja nú í níunda sæti deildarinnar. Liðið hefur fengið 27 stig úr 20 leikjum undir stjórn Allardyce.

„Hann gerði það sem var ætlast til af honum. Þegar hann tók við vorum við í 17. sæti en nú erum við í því 9."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner