Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. apríl 2018 10:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir ekki búinn að pressa neitt á þjálfara Excelsior
Icelandair
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson er byrjaður að spila aftur með Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni. Ögmundur sneri aftur í byrjunarliðið um síðustu helgi eftir að hafa þurft að verma varamannabekkinn frá 3. desember.

Ögmundur byrjaði tímabilið sem aðalmarkvörður Excelsior en eftir að hafa verið mistækur var hann settur á bekkinn.

Hann er mættur aftur í byrjunarliðið en þjálfari Exelsior segir að það sé gert til þess að hinn 28 ára gamli Ögmundur eigi möguleika á því að fara með Íslandi á HM í sumar.

„Kristinsson á möguleika á því að fara á HM og við viljum ekki taka það frá honum. Það væri frábært ef leikmaður Excelsior myndi vinna HM," sagði Mitchell van der Gaag, þjálfari Excelsior, við Voetbalzone.

Van der Gaag segir að Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, hafi ekki pressað á hann að leyfa Ögmundi að spila. „Ef einhver ýtir á mig að gera eitthvað, þá geri ég það ekki," segir hann og bætir við að Ögmundur eigi tækifærið skilið.

Ögmundur var í liði helgarinnar hjá Voetbalzone. Ögmundur var þá í marki Exelsior í gærkvöldi þegar liðið tapaði 2-0 forskoti niður í jafntefli gegn Heracles. Excelsior er í tíunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.

Samkeppnin er mikil í markvarðarstöðunni hjá íslenska landsliðinu fyrir HM. Ögmundur er í baráttu við Ingar Jónsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Frederik Schram um að vera einn þriggja markvarða sem fer með til Rússlands í sumar.

Ögmundur var í hópnum sem fór á EM í Frakklandi 2016 en hann hefur verið markvörður númer tvö í röðinni síðustu ár. Nú er samkeppnin eins og fyrr segir orðin meiri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner