Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 19. apríl 2018 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hughes: Spiluðum verr en náðum í stig
Mynd: Getty Images
Ástandið hjá Southampton er ekki sérstaklega gott eftir markalaust jafntefli við Leicester fyrr í kvöld.

Liðið er fjórum stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir og segir Mark Hughes, stjóri Southampton, að nú sé mikilvægt að vinna næstu leiki.

„Við fengum nokkur færi og vonuðumst til að taka sigur heim en það gekk ekki upp. Við spiluðum verr í dag en við höfum verið að gera undanfarið en tókum samt stig með heim, svona er fótboltinn undarlegur," sagði Hughes að leikslokum.

„Við náðum stigi og eigum heimaleik næst sem er virkilega mikilvægur í fallbaráttunni. Tíminn mun leiða í ljós hvort þetta stig sé nóg til að bjarga okkur.

„Við þurfum að vinna alla leikina sem eru eftir og þurfum að spila betur heldur en gegn Leicester í dag. Við erum búnir að bæta varnarleikinn en það er ekki nóg ef við skorum ekki."


Southampton mætir Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudaginn og vill Hughes komast í úrslit.

„Við eigum risastóran leik um helgina og ætlum ekki að gefa neitt eftir. Við áttum góðan leik gegn Chelsea um síðustu helgi."
Athugasemdir
banner
banner