Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 19. apríl 2018 05:55
Ingólfur Stefánsson
Ísland í dag - Hverjir verða meistarar meistaranna?
Valsmenn eru sigurstranglegri.
Valsmenn eru sigurstranglegri.
Mynd: KSÍ
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag. Spilað verður í Lengjubikar kvenna, Mjólkurbikarnum og þá fer fram leikurinn um Meistarar meistaranna milli Vals og ÍBV.

Íslandsmeistara Vals hafa spilað vel í vetur og unnu Lengjubikarinn á dögunum. Þeir eru sigurstranglegri aðilinn í leiknum en bikarmeisturum ÍBV er spáð 9. sæti í Pepsi deildinni næsta sumar hér á Fótbolta.net.

Þóroddur Hjaltalín dæmir leikinn sem verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á síðunni.

Einherji og Tindastóll mætast í Boganum á Akureyri í riðli 3 í C deild Lengjubikars kvenna.

Í Mjólkurbikarnum eiga lið á borð við Hauka, ÍA og Víking Ólafsvík leiki. Alla leiki dagsins má sjá hér að neðan.

fimmtudagur 19. apríl

Meistarakeppni KSÍ - Karlar
17:00 Valur-ÍBV (Valsvöllur)

Lengjubikar kvenna - C-deild riðill 3
13:00 Einherji-Tindastóll (Boginn)

Bikarkeppni karla
14:00 Afturelding-KV (Varmárvöllur)
14:00 ÍA-ÍH (Akraneshöllin)
14:30 Haukar-Vestri (Gaman Ferða völlurinn)
15:00 KFG-Víkingur Ó. (Bessastaðavöllur)
Athugasemdir
banner
banner