Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. apríl 2018 10:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marcos Alonso í þriggja leikja bann fyrir ljótt brot
Alonso framdi ljótt brot.
Alonso framdi ljótt brot.
Mynd: Getty Images
Marcos Alonso, bakvörður Englandsmeistara Chelsea, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir ljótt brot sem hann framdi í leik gegn Southampton um síðustu helgi.

Hann er dæmdur í bann fyrir fólskubrot sitt á sóknarmanni Southampton, Shane Long.

Alonso missir því af undanúrslitaleik Chelsea í enska bikarnum sem einmitt er gegn Southampton. Alonso missir jafnframt af leik gegn Burnley í kvöld og gegn Swansea í næstu viku.

Alonso slapp við refsingu frá Mike Dean, sem dæmdi leikinn gegn Southampton en Mark Hughes, stjóri Southampton var afar ósáttur við brotið sem honum fannst verðskulda beint rautt spjald. Southampton goðsögnin Matt Le Tissier var einnig mjög ósáttur.

„Alonso er bara að hugsa um eitt og það er að meiða Shane Long og Mike Dean er að horfa beint á þetta" sagði Le Tissier og spurði sig að því hvort til væri verri dómari en Mike Dean.





Athugasemdir
banner
banner
banner