Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. apríl 2018 07:00
Ingólfur Stefánsson
Poll: Þetta var vítaspyrna og rautt spjald
Vítaspyrna?
Vítaspyrna?
Mynd: Getty Images
Manchester United sigraði Bournemouth 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í stöðunni 1-0 vildu Bournemouth menn fá vítaspyrnu þegar þeir töldu Luke Shaw hafa brotið á Callum Wilson innan teigs.

Graham Poll fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni segir að United hafi verið heppnir að sleppa við vítaspyrnudóminn. Hann telur að Graham Scott dómari leiksins hefði gefið vítaspyrnu ef hann hefði séð atvikið almennilega.

„Þetta var röng ákvörðun, þetta var klárlega vítaspyrna. Það var erfitt fyrir Graham Scott að sjá þetta, þetta gerist hratt og hann sér sennilega ekki að Shaw heldur Wilson."

„Aðstoðardómarinn þarf að hjálpa honum þarna. Þetta er augljóst víti og í þokkabót hefði Shaw sennilega átt að líta rauða spjaldið því Wilson er í dauðafæri."

„Þetta var viljandi brot og því gildir reglan um tvöfalda refsingu ekki í þessu tilviki."
Athugasemdir
banner
banner