Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. apríl 2018 09:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu nýjan búning Liverpool
Mynd: Liverpool
Liverpool hefur opinberað það hvernig heimabúningurinn sem liðið spilar í á næstu leiktíð kemur til með að líta út.

Búningurinn er kominn í sölu hjá félaginu en hann verður aftur frá bandaríska íþróttavöruframleiðandanum New Balance.

Áfram er horft til gömlu tímanna og er búningurinn í svokölluðu „retró-þema". Það eru ekki gerðar miklar breytingar frá núverandi búningin, hönnunin er þó aðeins breytt. Treyjan er núna í póló-sniði með tveimur tölum í hálsmálinu.

Þeirra sem létust í Hillsborough-slysinu er minnst með tölunni 96 aftan á búningnum. Þann 15. apríl 1989 létust 96 manns í troðningum á Hillsborough leikvanginum á leik Liverpool og Nottinham Forest í enska bikarnum.

„Búningurinn er ekki bara eitthvað sem við klæðumst, hann er hluti af því sem við erum sem lið," segir Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool um nýja búninginn.

„Ég efast ekki um að stuðningsmenn okkar muni elska nýja búninginn og klæðast honum með stolti."

Smelltu hér til að skoða nýja búninginn á heimasíðu félagsins.

Liverpool hefur einnig gefið út nýjan markvarðarbúning.







Athugasemdir
banner
banner
banner