Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. apríl 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Smalling skorar og skorar - Grínast með að ná Salah og Kane
Smalling skoraði gegn Bournemouth í gær.
Smalling skoraði gegn Bournemouth í gær.
Mynd: Getty Images
Baráttan um gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni virðist vera kapphlaup á milli tveggja leikmanna, Mohamed Salah og Harry Kane. Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir það ekki rétt því hann ætli að veita þeim samkeppni á lokasprettinum.

Salah er kominn með 30 deildarmörk á mögnuðu fyrsta tímabili með Liverpool. Kane hefur unnið gullskóinn síðustu tvö tímabilin en hann er fjórum mörkum frá Salah.

Það er langt í næstu menn en Smalling grínaðist með það, eftir að hafa skoraði í 2-0 sigri á Bournemouth í gær, að hann gæti náð þeim.

„Reyni að ná gullskónum með góðum lokaspretti," skrifaði Smalling í Twitter-færslu eftir sigurinn í gær.

Þó hann hafi verið að grínast þarna, þá hefur Smalling verið duglegur í markaskorun á tímabilinu. Hann er kominn með fjögur deildarmörk á tímabilinu, en hann hefur skorað í síðustu þremur útileikjum United, gegn Crystal Palace, Man City og Bournemouth.

Hann þyrfti líklega að skora sirka 30 mörk í síðustu fjórum deildarleikjum United til að ná Salah og Kane.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner