banner
   fim 19. apríl 2018 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atletico steinlá - Girona aftur í baráttuna
Juanmi kláraði fullkomnar sóknir Real Sociedad á lokakaflanum.
Juanmi kláraði fullkomnar sóknir Real Sociedad á lokakaflanum.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid tapaði í dag sínum fjórða leik á tímabilinu er liðið heimsótti Real Sociedad.

Baskarnir voru betri í leiknum og komust yfir með marki frá Willian Jose í fyrri hálfleik.

Atletico fékk sín færi en nýtti þau ekki og tvöfaldaði Juanmi forystuna undir lokin með því að vippa yfir Jan Oblak eftir fullkomna sókn sinna manna.

Gestirnir reyndu að minnka muninn en Juanmi gerði út um leikinn í uppbótartíma. Heimamenn leystu þá gríðarlega vel úr pressunni frá Atletico og skallaði Juanmi knöttinn í netið eftir aðra fullkomna sókn Real Sociedad.

Atletico hefur fengið 18 mörk á sig í 33 leikjum og er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Real Madrid og tólf stigum eftir Barcelona.

Girona hafði þá betur gegn Alaves þökk sé mörkum frá Aleix Garcia og Cristhian Stuani.

Girona er fjórum stigum frá evrópudeildarsæti, en liðið hafði aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjum.

Real Sociedad 3 - 0 Atletico Madrid
1-0 Willian Jose ('27)
2-0 Juanmi ('80)
3-0 Juanmi ('92)

Alaves 1 - 2 Girona
0-1 Aleix Garcia ('59)
0-2 Cristhian Stuani ('86, víti)
1-2 Tomas Pina ('91)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner