Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. apríl 2018 19:17
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Norrköping tapaði - Elías kom inná í sigri
Arnór Sigurðsson er gríðarlega efnilegur.
Arnór Sigurðsson er gríðarlega efnilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið Norrköping tapaði fyrir Hammarby í sænska boltanum í dag á meðan Elías Már Ómarsson kom við sögu í sigri Gautaborgar.

Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson léku allan leikinn fyrir Norrköping og fékk hinn 18 ára gamli Arnór Sigurðsson að spreyta sig síðasta stundarfjórðunginn.

Eina mark Norrköping kom skömmu eftir innkomu Arnórs og er þetta fyrsta tap liðsins í deildinni, á meðan Hammarby er á toppinum með fullt hús stiga.

Gustav Engvall gerði eina mark Gautaborgar gegn Dalkurd. Elías Már Ómarsson lék síðasta stundarfjórðunginn í sigrinum og er Gautaborg með sex stig eftir fjórar umferðir, einu stigi minna en Norrköping.

Hammarby 2 - 1 Norrköping
1-0 Muamer Tankovic ('3)
2-0 Pa Dibba ('28)
2-1 Simon Thern ('82)

Göteborg 1 - 0 Dalkurd
1-0 Gustav Engvall ('45)
Athugasemdir
banner
banner
banner