Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. apríl 2018 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þeir líklegustu til þess að breyta um umhverfi í sumar
Einn leikmaður úr öllum 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar
Luke Shaw.
Luke Shaw.
Mynd: Getty Images
Fer Morata eftir eitt tímabil hjá Chelsea.
Fer Morata eftir eitt tímabil hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Zaha er besti leikmaður Crystal Palace.
Zaha er besti leikmaður Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Toby Alderweireld.
Toby Alderweireld.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn í sumar verður væntanlega fjörugur eins og hann hefur verið síðustu ár.

Alls konar sögusagnir eru í gangi og spennandi verður að sjá hverjar þeirra rætast og hverjar ekki.

Veðbankinn Ladbrokes hefur tekið saman einn leikmann úr öllum 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar sem er þá líklegastur til að færa sig um set í sumar. Listinn var upphaflega birtur á Mirror.

Arsenal - Jack Wilshere
Hefur verið mjög meiðslahrjáður í gegnum feril sinn en er að spila sitt besta tímabil í langan tíma. Er að verða samningslaus en er með tilboð frá Arsenal. Óvissa með hvað hann gerir.

Bournemouth - Lewis Cook
Cook lék sinn fyrsta landsleik fyrir England og færði afa sínum 17 þúsund pund í leiðinni. Hefur spilað vel með Bournemouth og vakið áhuga stærri liða.

Burnley - James Tarkowski
Flestir vissu ekki hver James Tarkowski væri þegar tímabilið byrjaði. Hefur verið einn besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Líkt og Cook spilaði hann sinn fyrsta landsleik á dögunum.

Brighton - Pascal Gross
Kostaði Brighton aðeins þrjár milljónir punda. Þessi 26 ára gamli leikmaður skapaði flest færi fyrir liðsfélaga sína í Bundesliga síðustu tvö leiktímabil og hefur hann haldið uppteknum hætti á Englandi.

Chelsea - Alvaro Morata
Varð dýrasti leikmaður í sögu félagsins síðasta sumar en hefur ekki náð að heilla. Chelsea gæti ákveðið losað sig við hann strax til þess að fá eitthvað greitt fyrir hann.

Crystal Palace - Wilfried Zaha
Langbesti leikmaður Crystal Palace. Ættu að gera allt sem þeir geta og meira til að halda honum.

Everton - Davy Klaassen
Það var búist frá miklu frá Hollendingnum en hann af einhverri ástæðu hefur þetta bara ekki virkað.

Huddersfield - Steve Mounie
Hefur skorað sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Huddersfield sem virðist vera sloppið við fall. Mörg stærri lið vilja fá hann.

Leicester - Harry Maguire
Annar leikmaður sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England á tímabilinu. Manchester United hefur áhuga en Leicester ætlar ekki að selja þennan sterka varnarmann.

Liverpool - Emre Can
Mikil óvissa þar sem samningur hans er að renna út. Líkur á því að hann fari til Juventus eða Bayern München.

Man City - Yaya Toure
Í algjöru aukahlutverki í vetur. Er goðsögn hjá Manchester City en er líklega á förum eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina í þriðja sinn. Verður samningslaus í sumar.

Man Utd - Luke Shaw
Æji, Luke Shaw... Þetta kemur ekki á óvart þar sem samband hans við Jose Mourinho er ekki talið gott. Hefur verið aukahlutverki. Man Utd er að leita að manni í hans stöðu.

Newcastle - Jamaal Lascelles
Fyrirliði Newcastle hefur átt fantagott tímabil. Liðin í topp sex eru farin að íhuga tilboð í hann.

Stoke - Jack Butland
Stoke er líklega á leið niður í Championship-deildina og þar vill Butland ekki vera að spila.

Southampton - Mario Lemina
Annað lið sem gæti verið að falla úr ensku úrvalsdeildinni. Lemina hefur sýnt góða takta. Tottenham og Liverpool hafa áhuga.

Swansea - Alfie Mawson
Hefur tekið við hlutverki Gylfa sem besti maður Swansea. Gæti eins og svo margir farið í stærri félag.

Tottenham - Toby Alderweireld
Búinn að missa sæti sitt í liði Tottenham. Manchester United og Chelsea hafa verið orðuð við hann.

Watford - Abdoulaye Doucoure
Hefur komið á óvart með frammistöðu sinni, verið besti leikmaður Watford. Sterkur miðjumaður með markanef.

West Brom - Salomon Rondon
West Brom mun ekki vera í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og bestu leikmenn liðsins munu því róa á önnur mið.

West Ham - Manuel Lanzini
Lanzini nennir örugglega ekki að vera áfram í fallbaráttu. Hefur mikla hæfileika og verður í argentíska landsliðinu sem mætir Íslandi í fyrsta leik á HM í Rússlandi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner