Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 19. maí 2017 10:11
Magnús Már Einarsson
Clement segir betra fyrir Gylfa að vera hjá Swansea en stórliði
Gylfi er maðurinn í Swansea.
Gylfi er maðurinn í Swansea.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er í betri málum hjá Swansea heldur en hjá stórliði. Þetta segir Paul Clement, stjóri Swansea. Gylfi var valinn leikmaður ársins hjá Swansea en hann hefur verið orðaður við mörg félög að undanförnu eftir góða frammistöðu á tímabilinu.

Í gær sagðist Gylfi sjálfur ekki vilja fara frá Swansea og Clement hefur nú sagt að það sé betra fyrir leikmanninn að vera áfram hjá félaginu heldur en að fara í stórlið og enda mögulega á bekknum eins og Gylfi lenti í hjá Tottenham.

„Hann er í einstakri stöðu. Hann var hér á láni og síðan fór hann til Tottenham sem átti að vera næsta skref á ferlinum. Það gekk ekki, hann kom aftur hingað og hefur staðið sig virkilega vel," sagði Clement.

„Hann þarf að hafa þetta í huga. Ef hann ætlar að taka næsta skref þá verður það að vera jákvætt skref. Hann getur ekki lent aftur í stöðu eins og hjá Tottenham þar sem hann er inn og út úr liðinu og nær aldrei að komast á skrið. Þá er betra að vera hér, vera lykilleimaður og byggja eitthvað upp hja þessu félagi."

Gengi Swansea var miklu betra eftir að Clement tók við liðinu á miðju tímabili. Sæti liðsins í úrvalsdeildinni er í höfn fyrir lokaumferðina um helgina.

„Við viljum að hann (Gylfi) sjái út frá síðari hluta tímabils að við ætlum ekki að lenda aftur í svona aðstöðu," sagði Clement.

„Það var líka áhugavert að sjá orð hans á dögunum að hann hefði notið pressunar á skrýtinn hátt. Pressan er til staðar þarna og allir leikir eru mikilvægir. Enginn vill spila leiki í hverri viku og þeir skipta ekki máli. Hver einasta mínúta í hverjum einasta leik var mikilvæg fyrir okkur. Við þurftum að berjast fyrir hverju stigi og þegar þú nærð að afreka eitthvað þá er það mjög gefandi."

Gylfi var aðalmaðurinn á bakvið það að Swansea hélt sæti sínu en hann hefur raðað inn stoðsendingum og skorað mikilvæg mörk.

„Margir leikmenn þurfa að taka ákvöðrun með ferilinn sinn. Ég er ekki nauðsynlega að tala um Gylfa en vilja leikmenn vera lítill fiskur í stórri tjörn eða stór fiskur í lítilli tjörn? Hann hefur mikinn metnað og ég skil það. Ég vona að hann verði áfram hér en ég vona líka að í framtíðinni fái hann tækifæri fyrir að spila með mjög stóru liði," sagði Clement um Gylfa.
Athugasemdir
banner
banner