Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fös 19. maí 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Gulli Jóns: Gagnrýnin má teljast eðlileg
Gulli og sonur hans sem var boltastrákur í leiknum gegn KR um síðustu helgi.
Gulli og sonur hans sem var boltastrákur í leiknum gegn KR um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alveg ljóst að þetta er leikur sem við verðum að ná í úrslit í og byrja þetta mót," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net um leikinn sem er framundan í 4. umferð Pepsi-deildarinnar gegn Grindavík á mánudag.

ÍA lagði Fram 4-3 á dramatískan hátt í Borgunarbikarnum í vikunni eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins.

„Það er miklu léttara yfir öllu í gær, daginn eftir leik. Við fögnuðum inni í klefa eftir síðasta leik og það er eitthvað sem er langt síðan við höfum fengið. Þessi fögnuður er vanalega ekki í vetrarleikjum og við höfum ekki fengið þann fíling fyrr en á síðasta ári. Þessi frábæri sigur gegn Fram gefur okkur ýmislegt."

Garðar Gunnlaugsson fékk gagnrýni frá Tryggva Guðmundssyni fyrir lélegt vinnuframlag gegn KR um síðustu helgi.

„Hann viðurkennir það manna fyrstur að hann náði ekki því besta út úr sér gegn KR. Hann er að koma úr meiðslum og hefur einnig átt í veikindum. Það var mikilvægt að hann kláraði þessar 90 mínútur og náði marki inn. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir mann eins og Garðar að ná marki. Síðan fylgdu þrjú mörk í næsta leik og hann er sjóðheitur á línunni í vítunum."

„Gagnrýnin má teljast eðlileg. Það er til mikils ætlast af Garðari og hann er kominn með bandið. Garðar hefur núna náð tveimur 90 mínútna leikjum og það hjálpar honum fyrir framhaldið."


Ólafur Valur Valdimarsson er einnig að koma aftur inn í leikmannahóp ÍA eftir meiðsli. „Það var mikilvægt að fá Óla Val inn á í síðasta leik. Hann breytti gangi leiksins heldur betur. Lagði upp tvö og skoraði svo sigurmarkið. Við erum að styrkjast en við þurfum klárlega að spila betri varnarleik og það er það sem við ætlum að gera á mánudaginn," sagði Gulli.

Sóknarmaðurinn ungi Tryggvi Hrafn Haraldsson snýr líklega aftur í hópinn gegn ÍA eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla. Þá kemur Arnór Snær Guðmundsson inn í hópinn eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá Kára. Gunnlaugur ræðir innkomu hans í viðtalinu hér að ofan.

sunnudagur 21. maí
14:00 Víkingur Ó.-ÍBV (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)
20:00 Stjarnan-KA (Samsung völlurinn)

mánudagur 22. maí
19:15 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
19:15 ÍA-Grindavík (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner