Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 19. maí 2017 13:19
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms: Margir sem hafa ekki spilað mikið
Heimir Hallgríms ræddi við Fótbolta.net í dag.
Heimir Hallgríms ræddi við Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir stórleik Íslands og Króatíu í undankeppni HM sem fram fer sunnudagskvöldið 11. júní. Fótbolti.net ræddi við Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara í Laugardalnum í dag.

„Við höfum mætt þeim þrisvar á þremur árum svo við ætlum að reyna að nýta okkur það við undirbúninginn. Það gera sér allir grein fyrir því hversu mikilvægur þessi leikur er. Þetta er leikur sem sker úr um hvort við eigum möguleika á að berjast um efsta sætið," segir Heimir.

„Ef þessi leikur tapast erum við komnir sex stigum og góðri markatölu frá Króatíu þegar fjórir leikir eru eftir. Þá þyrftu þeir að misstíga sig í þremur af fjórum leikjum og sagan segir okkur að það mun líklega ekki gerast. Við vitum hversu mikilvægt það er að reyna að ná þremur stigum hérna."

Leikmenn eins og Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sem voru á meiðslalistanum í síðasta landsliðsverkefni eru til í slaginn á ný.

„Menn eru að koma úr meiðslum en á móti eru margir sem hafa ekki spilað mikið. Það er smá áhyggjuefni. Það verður gaman að sjá hvernig þeir koma, við verðum bara að bæta upp með stemningu, skipulagi og öðru ef menn eru ekki í besta leikforminu. Við verðum að skoða menn þegar þeir koma á svæðið" segir Heimir.

Langt er síðan Birkir Bjarnason lék fyrir Aston Villa en hann hefur verið meiddur. Hann ætti þó að vera orðinn góður fyrir leikinn gegn Króatíu.

„Við erum að fara að hitta hann á eftir og meta hann. Við verðum með hann í séræfingum fram að þessu verkefni. Við reynum að hafa hann tilbúinn á réttum tíma," segir Heimir en það er spennandi sumarkvöld framundan í Laugardal.

„Þetta getur orðið alveg geggjaður leikur. Það verður stemning og vonandi gott veður. Vonandi endum við daginn á að fagna þremur stigum. En við vitum hversu gott þetta lið er. Það eru Króatar í undanúrslitaleikjum og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þeir eru að spila vel í góðum liðum og eru að toppa sig. En það er alltaf möguleiki."
Athugasemdir
banner