Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fös 19. maí 2017 21:58
Arnar Daði Arnarsson
Kjartan: Getum sagt að þetta séu pínu vonbrigði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kjartan Stefánsson þjálfari Hauka var að vonum svekktur eftir 3-1 tap gegn Breiðablik í kvöld. Fyrirfram ekki margir sem bjuggust við öðru en sigri Blika, en eftir að hafa verið yfir í hálfleik var fúlt fyrir Haukaliðið að tapa leiknu,.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  3 Breiðablik

„Maður gældi við það á ákveðnum tímapunkti að við værum kannski að fara taka stig. Þetta leit svoleiðis út. Þær voru hinsvegar búnar að liggja lengi á okkur og við áttum nokkur tækifæri en þær voru mikið meira með boltann og við færðum liðið fram og til baka. Við bjuggumst við að leikurinn yrði svona, en við getum sagt að þetta séu pínu vonbrigði."

Fyrri og seinni hálfleikirnir byrjuðu keimlíkt. Breiðablik sótti af krafti og vörn og miðjulína Hauka var ansi aftarlega.

„Við vorum alltof, alltof aftarlega og við töluðum um að við þyrftum að mæta þeim framar. Þetta einkennir svolítið reynslulítið lið. Þrátt fyrir að maður sé búinn að fara yfir ákveðna punkta þá mætum við þeim ekki nægilega framarlega og þar af leiðandi er línan orðin alltof aftarlega."

Haukaliðið hefur sýnt það í upphafi móts að þrátt fyrir að vera enn stigalausar þá geta þær sýnt öllum liðum í deildinni mótspyrnu. Það er hinsvegar ekki spurt um það. Það eru stigin sem skipta máli.

„Við ætlum að halda okkur í deildinni. Við ætlum að reyna að halda okkur í deildinni. Markmið númer eitt er að búa til sterkara Haukalið. Við gætum hangið í deildinni og keypt einhverja útlendinga. Hvað erum við þá að gera með uppaldna leikmenn og leikmenn sem við ætlum að byggja upp á og búa til. Ef það gengur ekki, þá förum við niður en þá er klárt að við förum aftur upp," sagði Kjartan þjálfari Hauka að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner