Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 19. maí 2017 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Moyes vill háa fjárhæð fyrir Pickford
Jordan Pickford, markvörður Sunderland
Jordan Pickford, markvörður Sunderland
Mynd: Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri Sunderland á Englandi, vill fá 30 milljónir punda fyrir Jordan Pickford, markvörð félagsins, í sumar, en þetta kemur fram á vef BBC í dag.

Pickford, sem er 23 ára gamall, hefur átt fínt tímabil með Sunderland þrátt fyrir að liðið féll niður um deild, en hann er afar eftirsóttur á Englandi.

Hann hefur verið partur af U21 árs landsliði Englands síðustu ár og hefur þá verið að banka á dyrnar á aðalliði Englendinga en það þykir afar líklegt að hann yfirgefi Sunderland í sumar.

Everton hefur mikinn áhuga á kappanum en félagið þarf að greiða um 30 milljónir punda til þess að fá hann.

David Moyes er ekki á þeim buxunum að gefa hann frá sér fyrir klink en fari svo að Everton borgi þá upphæð þá myndi það gera Pickford að næst dýrasta markverði allra tíma, á eftir auðvitað Gianluigi Buffon sem fór til Juventus frá Parma fyrir 33 milljónir punda árið 2001.
Athugasemdir
banner
banner
banner