Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. maí 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Ögmundur gæti farið frá Hammarby í sumar
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson gæti farið frá Hammarby í sumar samkvæmt því sem sænskir fjölmiðlar greina frá í dag.

Ögmundur, sem hefur verið varamarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin ár, hefur staðið vaktina í marki Hammarby síðan hann kom til félagsins frá Randers árið 2015.

„Ég er opinn fyrir öllu. Ef félag kemur með tilboð þá skoða ég það. Ég spila leikina og læt umboðsmann minn um vinnuna," sagði Ögmundur við Fotbollskanalen.

„Ég er mjög ánægður hjá Hammarby. Sjáum hvað gerist. Ef félag kemur með tilboð sem ég er ánægður með og Hammarby er ánægður með þá skoðum við málið. Það er ekki 100% að ég fari í sumar."

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hjá Total Football, segir við Expressen að önnur félög hafi sýnt Ögmundi áhuga.

„Síðasta hálfa árið hafa félög verið að skoða Ögmund. Hann telur sig vera tilbúinn að taka næsta skref ef eitthvað kemur upp," sagði Magnús Agnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner