Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. maí 2017 20:00
Elvar Geir Magnússon
Pascal Gross til Brighton (Staðfest)
Pascal Gross.
Pascal Gross.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Pascal Gross hefur skrifað undir þriggja ára samning hjá Brighton & Hove Albion en hann kemur frá Ingolstadt í Þýskalandi.

Gross er 25 ára og er fyrsti leikmaðurinn sem Brighton fær til sín eftir að félagið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Ingolstadt féll úr þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en Gross var þeirra langbesti maður sóknarlega og skapaði hann fleiri færi í deildinni (95) en nokkur annar leikmaður deildarinnar.

„Við erum í skýjunum með að Pascal hafi ákveðið að semja við okkur þrátt fyrir áhuga frá öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni og í Evrópu," segir Chris Hughton, stjóri Brighton.

„Hann kemur með nýja kosti á miðsvæðið, hann er miðjumaður sem vinnur á bak við sóknarlínuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner