Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. maí 2018 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Búinn að sanna að ég er raðsigurvegari
Conte með bikarinn.
Conte með bikarinn.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, var auðvitað í skýjunum eftir bikarsigurinn á Manchester United í dag.

Tímabilið hefur verið erfitt hjá Chelsea og Conte, en þessi bikar gefur stuðningsmönnum einhverja ástæðu til að fagna.

„Ég var vanur að vinna á hverju einasta tímabili hjá Juventus og þegar þú ert vanur að vinna á hverju einasta tímabili, getur tímabil eins og þetta skapað vandræði fyrir þig persónulega. Það koma upp tímar þar sem þú spyrð þig spurninga."

„En ég tel líka, að á eins erfiðu tímabili og þessu, að ég hafi sannað að ég er raðsigurvegari," sagði Conte.

„Það er sannleikurinn. Ég er ánægðari eftir þennan sigur en sigra fortíðarinnar."

Vangaveltur hafa verið um framtíð Conte en hann vildi lítið gefa upp eftir leikinn í dag. Hann benti á það að hann væri með samning, en sagði jafnframt að hann myndi skilja það ef ég félagið tæki ákvörðun, hvort sem sú ákvörðun yrði jákvæð eða neikvæð.

Var þetta síðasta verk Conte sem stjóra Chelsea, að vinna bikarinn?



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner