lau 19. maí 2018 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári: Leiðinlegur fótbolti hjá Man Utd
Eiður Smári varð Englandsmeistari undir stjórn Jose Mourinho hjá Chelsea.
Eiður Smári varð Englandsmeistari undir stjórn Jose Mourinho hjá Chelsea.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen hafði rétt fyrir sér er hann spáði Chelsea sigri í úrslitaleik FA-bikarsins. Chelsea mætir Man Utd í úrslitaleiknum í dag og vann 1-0.

Sjá einnig:
Enski bikarinn: Chelsea meistari (Staðfest)

Eiður, sem er fyrrum leikmaður Chelsea, var sérfræðingur hjá BBC fyrir leikinn, en þar talaði hann um leikstíl Man Utd.

„United hefur ekki skemmt fólki á þessu ári, líklega þó meira á þessu tímabili en því síðasta," sagði Eiður áður en hann hélt áfram og sagði:

„Þeir spiluðu leiðinlegan fótbolta á síðasta tímabili."

„Þeir hafa á köflum spilað betri fótbolta en það er eitthvað sem vantar. Það eru allir á þeirri skoðun að Mourinho fari inn í leiki of varnarsinnaður og spili ekki þann sóknarbolta sem þetta lið getur spilað."

United spilað nokkuð sóknarsinnað í dag og skaut Mourinho á Chelsea eftir leikinn. Það er spurning hvernig Mourinho tekur í þetta hjá sínum fyrrum lærisveini. Eiður spilaði undir stjórn Mourinho hjá Chelsea á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner