Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. maí 2018 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Kolbeinn spilaði stundarfjórðung í lokaumferðinni
Kolbeinn er búinn að spila í tveimur leikjum í röð.
Kolbeinn er búinn að spila í tveimur leikjum í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Nantes er liðið sigraði Strasbourg í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar sem leikin var í heild sinni á þessu laugardagskvöldi.

Kolbeinn hefur verið að glíma við gífurlega erfið meiðsli en hann er að snúa aftur á fótboltavöllinn.

Hann lék sinn fyrsta leik í tæp tvö ár um síðustu helgi og hann kom aftur við sögu í kvöld. Hann hjálpaði Nantes að landa 1-0 sigri og þar með endar liðið í níunda sæti frönsku deildarinnar.

Claudio Ranieri er að hætta hjá Nantes. Samband hans og Kolbeins virðist hafa verið gott en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist hjá Kolbeini í framhaldinu. Kolbeinn er ekki á leið á HM með Íslandi, hann var ekki valinn í hópinn. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, talaði um það að valið væri „of snemmt" fyrir Kolbein.

Hörmulegt gengi hjá Fanndísi og stöllum
Það gengur ekkert upp Marseille í úrvalsdeild kvenna í Frakklandi. Liðið er fallið úr deildinni, gengið hefur verið hörmulegt.

Með liðinu leikur Fanndís Friðriksdóttir og var hún í byrjunarliðinu í 1-0 tapi fyrir Rodez á heimavelli í dag. Fanndís var tekin af velli þegar 76 mínútur voru liðnar af leiknum.

Einn leikur er eftir af deildinni í Frakklandi. Mun Fanndís spila í Pepsi-deildinni í sumar? Sögusagnir hafa verið um það.
Athugasemdir
banner