Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. maí 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool hættir við æfingaleik vegna Brewster
Rhian Brewster þykir mjög efnilegur.
Rhian Brewster þykir mjög efnilegur.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt frétt á vef Sky Sports hefur Liverpool ákveðið að hætta við æfingaleik gegn þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í byrjun ágúst. Ástæðan er sú að Liverpool telur að Gladbach hafi rætt ólöglega við ungan leikmann sinn, Rhian Brewster.

Sky sem og aðrir fréttamiðlar á Englandi greina frá þessu í dag.

Liverpool hefur þá skrifað til Gladbach og beðið félagið um að hætta að eltast við Brewster. Sagan segir að Liverpool sé einnig að íhuga að stefna þýska félaginu.

Liverpool átti að spila æfingaleik við Gladbach þann 7. ágúst næstkomandi á Anfield en það er víst búið að hætta við hann.

Hinn 18 ára gamli Brewster þykir gífurlega efnilegur. Hann er enn samningsbundinn Liverpool en félagið sakar Gladbach um að hafa rætt ólölega við strákinn.

Gladbach þykir mjög áhugasamt um að fá hann í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner