lau 19. maí 2018 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Svava Rós tekin af velli í hálfleik í tapi
Svava Rós í landsleik.
Svava Rós í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði fyrri hálfleikinn þegar Roa mætti Klepp í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Svava hefur verið á eldi í byrjun tímabils og er hún búin að vera að skora í hverjum leiknum á fætur öðrum í Noregi. Hún hafði skorað fimm mörk í sex leikjum fyrir leikinn í dag.

Svava náði ekki að skora gegn Klepp, hún fékk reyndar ekki mikinn tíma til þess. Hún var tekinn af velli í hálfleik.

Er hún fór af velli var staðan 1-0 fyrir Klepp. Í byrjun seinni hálfleiksins varð staðan 2-0 en Roa náði að klóra í bakkann áður en yfir lauk með vítaspyrnumarki.

Lokatölur 2-1 fyrir Klepp. Svava Rós og stöllur hennar eru í sjötta sæti með níu stig úr sjö leikjum.

Svava Rós er á sínu fyrsta tímabili í Noregi eftir að hafa komið frá Breiðabliki í janúar síðastliðnum. Svava á 11 A-landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner