Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. maí 2018 20:30
Ingólfur Stefánsson
Pellegrini fundar með West Ham
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini er nálægt því að komast að samkomulagi við West Ham um að verða næsti stjóri liðsins samkvæmt heimildum SkySports.

Pellegrini sem þjálfaði áður Manchester City er á leið til London þar sem hann mun funda með forráðamönnum West Ham á mánudag.

West Ham hafa einnig áhuga á að ráða Rafael Benítez stjóra Newcastle.

David Moyes yfirgaf félagið fyrr í vikunni eftir að hafa klárað sex mánaða samning sinn sem var ekki framlengdur.

Hinn 64 ára gamli Pellegrini sigraði ensku úrvalsdeildina með Manchester City árið 2014 en hann hefur einnig þjálfað lið á borð við Villareal, Real Madrid og Malaga á Spáni.

Sílemaðurinn er í dag þjálfari China Fortune í Kína en hann gæti yfirgefið félagið fyrir annað tækifæri í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner