banner
   lau 19. maí 2018 16:22
Ingólfur Stefánsson
Spánn: Aspas og Gomez tryggðu Celta sigur
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er lokið í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Celta Vigo vann hörkusigur á Levante í fyrsta leik dagsins í 6 marka leik. Iago Aspas og Maximiliano Gomez hafa verið frábærir hjá Celta Vigo í vetur en þeir skoruðu báðir tvö mörk í dag.

10 leikmenn Leganes unnu góðan sigur á Real Betis sem hefur þegar tryggt sér Evrópusæti.

Joel Campbell kom Betis yfir á 20. mínútu og fjórum mínútum síðar lét Diego Rico reka sig útaf fyrir Leganes. Leikmenn Leganes komu þó til baka og skoruðu þrjú mörk.

Fjórir leikir í viðbót eru á dagskrá í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Real Madrid heimsækir Villareal í lokaleik dagsins.

Celta 4 - 2 Levante
0-1 Ruben Rochina ('12 )
1-1 Maximiliano Gomez ('29 )
2-1 Iago Aspas ('41 )
3-1 Iago Aspas ('47 )
4-1 Maximiliano Gomez ('63 )
4-2 Jose Luis Morales ('74 )

Leganes 3 - 2 Betis
0-1 Joel Campbell ('20 )
1-1 Dimitris Siovas ('28 )
2-1 Jose Naranjo ('64 )
2-2 Antonio Sanabria ('76 )
3-2 Nordin Amrabat ('79 )
Rautt spjald:Diego Rico, Leganes ('24)
Athugasemdir
banner
banner
banner