Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. maí 2018 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real fer ekki ofar - Endar í 3. sæti
Real leiddi 2-0 í hálfleik.
Real leiddi 2-0 í hálfleik.
Mynd: Getty Images
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnum prýtt lið Real Madrid glutraði niður tveggja marka forystu er Villarreal var heimsótt í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Madrídingar þurftu að vinna leikinní kvöld til þess að eiga möguleika á því að komast upp fyrir nágranna sína í Atletico Madrid, í annað sæti deildarinnar.

Útlitið var gott fyrir Real eftir fyrri hálfleikinn, liðið leiddi 2-0 með mörkum frá Gareth Bale og Cristiano Ronaldo, sem sneri aftur í liðið eftir að hafa náð sér af meiðslum.

Staðan var 2-0 alveg fram á 70. mínútu þegar Roger Martinez minnkaði muninn fyrir Villarreal. Um stundarfjórðungi síðar jafnaði svo Samu Castillejo leikinn.

Lokatölur 2-2, frábær endurkoma Villarreal á meðan Real situr eftir með sárt ennið. Ljóst er að Atletico mun enda í öðru sæti á eftir meisturunum í Barcelona.

Villarreal endar í fimmta sæti deildarinnar.

Sevilla vann Alaves og fer í Evrópudeildina. Getafe endar í áttunda sæti og Girona í níunda. Getafe og Girona unnu sína leiki í kvöld.

Á morgun klárast spænska úrvalsdeildin. Næsti leikur Real Madrid er gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi.

Sevilla 1 - 0 Alaves
1-0 Wissam Ben Yedder ('28 )

Malaga 0 - 1 Getafe
0-1 Loic Remy ('73 , víti)

Las Palmas 1 - 2 Girona
0-1 Christian Stuani ('5 )
1-1 Jonathan Calleri ('14 , víti)
1-2 Christian Stuani ('42 )

Villarreal 2 - 2 Real Madrid
0-1 Gareth Bale ('11 )
0-2 Cristiano Ronaldo ('32 )
1-2 Roger Martinez ('71 )
2-2 Samu Castillejo ('85 )

Sjá einnig:
Spánn: Aspas og Gomez tryggðu Celta sigur

B-deildin:
Diego Jóhannesson lék allan leikinn fyrir Real Oviedo í 2-1 sigri á B-liði Sevilla. Oviedo er í augnablikinu í sjötta sæti, sem er umspilssæti um laust sæti í úrvalsdeildinni. Liðið á eftir að spila tvo leikin, en baráttan um þessi umspilssæti er mjög hörð.
Athugasemdir
banner
banner
banner