Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. maí 2018 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrenna hjá Celtic annað árið í röð - Sögulegur árangur
Kieran Tierney, leikmaður Celtic, fagnar bikarmeistaratitlinum. Leikmaður sem stórliðin eru á eftir.
Kieran Tierney, leikmaður Celtic, fagnar bikarmeistaratitlinum. Leikmaður sem stórliðin eru á eftir.
Mynd: Getty Images
Lið Celtic, undir handleiðslu Brendan Rodgers, varð í dag skoskur bikarmeistari annað árið í röð.

Celtic mætti Motherwell í úrslitaleiknum og fljótt varð ljóst í hvað stefndi. Callum McGregor skoraði fyrsta markið á 11. mínútu og nokkrum mínútum síðar bætti hinn franski Olivier Ntcham við öðru marki fyrir skosku meistaranna.

Það voru ekki fleiri mörk skoruð, seinni hálfleikurinn var markalaus og lokatölur 2-0 sigur Celtic.

Celtic er því skoskur deildarbikarmeistari, skoskur deildarmeistari og skoskur bikarmeistari. Þrennan er fullkomnuð, en ekki nóg með það þar sem liðið er að vinna þrennuna í Skotlandi annað árið í röð.

Þetta er sögulegur árangur, ekkert lið hefur unnið þrennuna í Skotlandi tvö ár í röð.

Celtic hefur haft yfirburði í Skotlandi undir stjórn Brendan Rodgers. Fyrrum lærisveinn Rodgers hjá Liverpool, Steven Gerrard er tekinn við erkifjendunum í Rangers. Spennandi verður að sjá rimmuna á milli þeirra félaga á næstu leiktíð.



Athugasemdir
banner
banner