banner
   lau 19. maí 2018 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýski bikarinn: Frankfurt sigraði Bayern í úrslitum
Eintracht Frankfurt er þýskur bikarmeistari
Frankfurt er þýskur bikarmeistari.
Frankfurt er þýskur bikarmeistari.
Mynd: Getty Images
Niko Kovac á hliðarlínunni. Hann er að taka við Bayern í sumar.
Niko Kovac á hliðarlínunni. Hann er að taka við Bayern í sumar.
Mynd: Getty Images
Bayern München 1 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Ante Rebic ('11)
1-1 Robert Lewandowski ('53)
1-2 Ante Rebic ('82)

Eintracht Frankfurt er þýskur bikarmeistari í fimmta sinn eftir magnaðan sigur á Bayern München í kvöld.

Frankfurt byrjaði af krafti og komst yfir á 11. mínútu þegar Króatinn Ante Rebic skoraði. Rebic gæti mætt Íslandi á HM í sumar með Króatíu, en liðin eru saman í riðlakeppninni. Staðan var 1-0 í hálfleik og stuðningsmenn Frankfurt í góðu skapi.

Forysta Frankfurt var ekki langlíf í seinni hálfleiknum því markamaskínan Robert Lewandowski jafnaði á 53. mínútu.

Þarna var talið að Bayern myndi ganga frá leiknum en Frankfurt gafst ekki upp og skoraði Rebic aftur á 82. mínútu. Dómarinn leit á markið aftur með hjálp myndbandsdómgæslu en leit svo á að það væri gott og gilt. Staðan 2-1 fyrir Frankfurt en áður en leiknum lauk bætti Serbinn Mijat Gacinovic við þriðja markinu. Þannig enduðu leikar.


Frábær sigur fyrir Frankfurt og afar skemmtilegt fyrir Niko Kovac, þjálfara liðsins. Hann mun taka við Bayern á næsta tímaibli.

Bayern vinnur aðeins einn titil af þremur stóru á þessu tímabili; Þýskalandsmeistaratitilinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner