mán 19. júní 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðstoðarþjálfarinn hættur hjá Sunderland
Paul Bracewell.
Paul Bracewell.
Mynd: Getty Images
Hinn 54 ára gamli Paul Bracewell hefur sagt starfi sínu lausu sem aðstoðarþjálfari Sunderland.

Bracewell, sem er fyrrum leikmaður Sunderland, kom fyrst inn í þjálfaraliðið árið 2013.

Hann var í þjálfaraliðum hjá Dick Advocaat, Sam Allardyce and David Moyes, en síðast var hann aðstoðarþjálfari Moyes.

Bracewell verður ekki áfram aðstoðarþjálfari félagsins í Championship-deildinni, en liðið féll á síðasta tímabili.

Sunderland er þjáfaralaust eftir að David Moyes hætti á dögunum.

Derek McInnes, stjóri Aberdeen í Skotlandi, var boðið að fá starfið, en hann ákvað að hafna því og vera áfram í Skotlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner