Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. júní 2017 14:27
Elvar Geir Magnússon
Christiansen: Leeds á að vera í efstu deild
Thomas Christiansen, nýr stjóri Leeds
Thomas Christiansen, nýr stjóri Leeds
Mynd: Getty Images
Thomas Christiansen, nýr knattspyrnustjóri Leeds í Championship-deildinni, er spenntur fyrir þeirri áskorun að reyna að koma Leeds upp í ensku úrvalsdeildina.

Christiansen er áttundi stjóri Leeds síðan í maí 2014 en hann er fyrrum stjóri Apoel Nikósíu.

Sem leikmaður lék hann sem sóknarmaður og lék tvo landsleiki fyrir Spán.

„Ég er mjög spenntur og trúi því að við getum gert góða hluti hér. Ég hef trú á minni getu og því er ég hér. Leeds hefur trú á mér og við viljum allir það sama," segir Christiansen.

„Á síðasta ári enduðum við í sjöunda sæti. Við vonumst til að gera betur og horfum á þann möguleika að komast upp."

Christiansen tók við af Garry Monk sem lét af störfum í síðasta mánuði.

„Ég er hjá stóru félagi með metnað. Félagið á skilið og verður að vera í úrvalsdeildinni. Ég hef fylgst með enska boltanum síðan ég var strákur og þekki leikstíl og hefðir Leeds."
Athugasemdir
banner
banner