Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. júní 2017 09:33
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Kemur Sölvi Geir í Pepsi-deildina í júlí?
Kemur Sölvi í íslenska boltann?
Kemur Sölvi í íslenska boltann?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen gæti farið í Pepsi-deildina samkvæmt frétt Morgunblaðsins.

Hann hefur gengið frá starfslokasamningi við Buriram United í Tælandi eins og greint var frá í gær. Hann gekk til liðs við Buriram fyrir tímabilið en félagið bauð honum starfslokasamning þegar það fékk annan evrópskan leikmann til baka úr láni. Kvóti er á fjölda erlendra leikmanna í tælensku deildinni.

Sölvi er uppalinn hjá Víkingi í Reykjavík ásamt því að hafa leikið fyrir KA í yngri flokkum. Íslandsmeistarar FH reyndu að fá miðvörð áður en lokað var fyrir félagaskiptagluggann og er talið líklegt að þeir hafi áhuga á að fá Sölva.

Sumarglugginn fyrir félagaskipti hér á landi opnar um miðjan júlí.

Sölvi mun vera með það á stefnuskránni að flytja heim en samkvæmt heimildum er þó möguleiki á að hann geri annan skammtímasamning við erlent félag áður en hann kemur alkominn til Íslands.

Sölvi er 33 ára og á 28 A-landsleiki. Síðasti keppnisleikur hans fyrir Ísland kom í október 2015, í 2-2 jafntefli gegn Lettlandi. Hann var ekki valinn í hópinn sem fór á EM í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner