Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 19. júní 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maldini komst inn á atvinnumót í tennis
Kann fleira en fótbolta.
Kann fleira en fótbolta.
Mynd: Getty Images
Er til eitthvað sem Paolo Maldini getur ekki gert?

Hann spilaði meira en 600 leiki fyrir AC Milan, spilaði 126 landsleiki fyrir Ítalíu og vann gríðarlegan fjölda af titlum.

Maldini kann meira en fótbolta, en nú þegar skórnir eru komnir upp á hillu er hann búinn að vinna sér inn sæti á atvinnumóti í tennis.

Hann og félagi hans, hinn 46 ára gamli Stefano Landonio, eru búnir að tryggja sér þáttökurétt á atvinnumóti í tvíliðaleik í tennis.

„Við vissum að við gætum spilað vel. Þetta var okkar fyrsta alvöru mót, en við höfðum áður spilað nokkra leiki fyrir góðgerðarmál," sagði Landonio við Il Tennis Italiano.

„Hann byrjaði bara að spila fyrir 5-6 árum og er því í vandræðum tæknilega, en hann er mjög sterkur andlega."

Athugasemdir
banner
banner
banner