Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. júní 2017 18:08
Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Brynjólfsson stýrir Fram á fimmtudaginn
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson aðstoðarþjálfari Fram stýrir liðinu tímabundið meðan ákvörðun er tekin um framhaldið.
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson aðstoðarþjálfari Fram stýrir liðinu tímabundið meðan ákvörðun er tekin um framhaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Eins og kom fram hér á Fótbolta.net rétt í þessu er Ásmundur Arnarsson óvænt hættur þjálfun Fram eftir sjö umferðir í Inkasso deildinni en liðið er í 5. sæti deildarinnar, 5 stigum frá toppsætinu. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum gegn Fylki og Þór.

„Það er ekkert meira að segja en kemur fram í tilkynningunni," sagði Brynjar Jóhannesson formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fram við Fótbolta.net aðspurður um ástæður þess að Ásmundur er skyndilega hættur með liðið.

Kom eitthvað uppá, eru allir sáttir?
Ég veit ekki hvort allir eru sáttir eru menn það nokkurn tíma, ég veit það ekki. En þetta er bara staðan.

Ekki er það gengið, hefur það ekki verið ágætt í sumar?
„Ég veit það ekki, við erum búnir að tapa tveimur síðustu leikjum nokkuð sannfærandi svo ég get ekki sagt að það flokkist undir ágætis gengi. En það er ekkert meira um það að segja, við erum bara að skoða stöðuna og þetta er staðan.

Hver stýrir þá æfingum í bili?
Óli Brynjólfs aðstoðarþjálfari.

Gæti hann tekið við eða eruð þið með einhvern annan í huga?
Við höfum bara verið að gera þessa hluti í dag svo það er ekkert annað í pípunum.

Eruð þið þá að leita?
Það er ekkert byrjað á því eða ekki neitt. Það er ekkert komið af stað, þetta var bara að klárast?

Kom þetta óvænt upp?
Ég veit það ekki, gerir það ekki alltaf þegar svona hlutir koma upp.

Stýrir Óli Brynjólfs þá liðinu á fimmtudaginn gegn Gróttu?
Ég geri ráð fyrir því. 
Athugasemdir
banner
banner
banner