Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. júní 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pickford: Við verðum að vinna báða leikina
Pickford varði vítaspyrnu í fyrsta leik Englands.
Pickford varði vítaspyrnu í fyrsta leik Englands.
Mynd: Getty Images
„Við getum ekki sett of mikla pressu á okkur, við verðum að vinna tvo leiki," sagði Jordan Pickford, markvörður enska U21 landsliðsins, um möguleika liðsins á því að komast áfram á EM.

England spilar gegn Slóvakíu í öðrum leik sínum í riðlakeppninni í dag, en Pickford segir að liðið verði að vinna leikinn í kvöld og þann næsta til þess að eiga möguleika á því að komast áfram.

Á Evrópumóti U21 árs landsliða eru þrír riðlar. Liðin í efstu sætunum fara áfram í undanúrslit ásamt liðinu með bestan árangur í öðru sæti. England gerði jafntefli í fyrsta leik sínum gegn Svíþjóð.

„Mér finnst við geta spilað miklu betur, en við náðum þó í jafntefli gegn Svíþjóð og við getum enn farið áfram," sagði Pickford.

Pickford, sem varð á dögunum dýrasti enski markvörður sögunnar þegar Everton borgaði 30 milljónir punda fyrir hann, varði vítaspyrnu í fyrsta leiknum gegn Svíþjóð og var hetja liðsins.
Athugasemdir
banner
banner