Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. júní 2017 13:54
Elvar Geir Magnússon
Segja að Man Utd hafi boðið í annan varnarmann Benfica
United er sagt vera að reyna að fá Semedo.
United er sagt vera að reyna að fá Semedo.
Mynd: Getty Images
Viku eftir að Manchester United tilkynnti um kaup á Victor Lindelöf frá Benfica hefur Manchester United gert tilboð í annan varnarmann hjá félaginu samkvæmt fréttum.

United hefur um nokkurn tíma verið orðað við hægri bakvörðinn Nelson Semedo.

Þessi 23 ára leikmaður hefur einnig verið orðaður við Barcelona en hann hefur verið með Benfica síðan 2013.

Börsungar eru í leit að hægri bakverði og hefur Hector Bellerín sterklega verið orðaður við spænska stórliðið. Talið er að Semedo sé næstur á blaði ef ekki tekst að fá Bellerín.

Sagan segir að United hafi gert 35 milljóna evra tilboð í Semedo en búist er við því að tilboðinu verði hafnað. Benfica vill fá að minnsta kosti 40 milljónir fyrir leikmanninn.

Semedo er með Portúgal á Álfukeppninni en var ónotaður varamaður í 2-2 jafnteflinu við Mexíkó í gær. Cedric Soares er fyrsti hægri bakvörður Portúgals.

Antonio Valencia var lykilmaður hjá Manchester United á síðasta tímabili en þurfti að nota hann sparlega í lok tímabils vegna leikjaálags.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner