mán 19. júní 2017 11:13
Elvar Geir Magnússon
Stjarnan til Írlands, KR til Finnlands og Valur til Lettlands
Drátturinn í forkeppni Evrópudeildarinnar
Stjarnan leikur gegn Shamrock Rovers.
Stjarnan leikur gegn Shamrock Rovers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrjú íslensk lið taka þátt í Evrópudeildinni en dregið var í fyrstu umferð forkeppninnar rétt í þessu. Þar voru Stjarnan og KR í efri styrkleikaflokki og Valur í neðri styrkleikaflokki.

Stjarnan leikur við Shamrock Rovers frá Írlandi, KR mun leika gegn SJK Seinäjoki frá Finnlandi og Valur gegn FK Ventspils frá Lettlandi.

Shamrock leikur á Tallaght-leikvanginum, vellinum þar sem kvennalandsliðið gerði markalaust jafntefli við Írland á dögunum.

Valsmanna bíður erfitt verkefni en FK Ventspils hefur sex sinnum orðið lettneskur meistari, síðast 2014.

Fyrri leikirnir verða 29. júní og þeir síðari 6. júlí. Stjarnan byrjar á heimavelli en hin liðin tvö byrja úti.


Athugasemdir
banner
banner
banner