Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 19. júní 2017 12:12
Elvar Geir Magnússon
Swansea vill leikmann Chelsea - Reynt að halda Gylfa
Fer Tammy Abraham til Swansea.
Fer Tammy Abraham til Swansea.
Mynd: Getty Images
Swansea City vill fá sóknarmanninn Tammy Abraham lánaðan frá Chelsea. Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea, staðfestir þetta.

Abraham er U21-landsliðsmaður Englands en þessi 19 ára strákur skoraði 19 mörk í 26 leikjum fyrir Bristol City í Championship-deildinni á síðustu leiktíð.

Nýliðarnir í Brighton og Newcastle hafa einnig áhuga á Abraham.

„Hann er ungur og spennandi leikmaður sem við höfum áhuga á," segir Jenkins sem segir að félagið muni einnig berjast fyrir því að halda Gylfa Sigurðssyni, Alfie Mawson og Fernando Llorente sem allir hafa verið orðaðir við önnur lið.

Abraham hefur unnið með knattspyrnustjóra Swansea, Paul Clement, þegar hann var þjálfari á Stamford Bridge. Jenkins vonar að það auki líkurnar á að liðið fái strákinn.

Everton hefur áhuga á Gylfa en samkvæmt fréttum í gær er 40 milljóna punda verðmiði á Íslendingnum.

„Það er alltaf erfitt að halda sínum bestu leikmönnum. Þetta er hægur markaður því leikmenn eru búnir að vera í landsliðsverkefnum. Við viljum halda okkar bestu mönnum og Gylfi og Fernando áttu gott tímabil með okkur. Auðvitað vekur það upp áhuga og það er mikil fjölmiðlaumræða. En okkar markmið er að reyna að halda bestu leikmönnunum og bæta ofan á það," segir Jenkins.
Athugasemdir
banner
banner
banner