þri 19. júní 2018 09:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Almenningur vill De Gea út en þjálfarinn treystir honum
De Gea gerði slæm mistök í síðasta leik.
De Gea gerði slæm mistök í síðasta leik.
Mynd: Getty Images
Fernando Hierro, þjálfari Spánar, mun ekki grípa til þeirra ráða að taka David de Gea út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Íran á morgun þrátt fyrir mistök hans í fyrsta leik gegn Portúgal.

De Gea gerði skelfileg mistök í fyrsta leik gegn Portúgal. Skot Cristiano Ronaldo fór beint á hann en rataði samt inn í markið.

Sjá einnig:
De Gea líkt við Karius eftir skelfileg mistök

Lesendur Marca vilja að Kepa Arrizabalaga, markvörður Athletic Bilbao, byrji fram yfir De Gea en í könnun hjá spænska fjölmiðlinum völdu 49% Kepa en 41% De Gea. Um 160 þúsund manns kusu.

Þrátt fyrir þetta ætlar Hierro að treysta áfram á De Gea.

„Hann hefur fullt traust frá okkur," sagði Hierro á blaðamannafundi. „Hann er rólegur og er að æfa eins og hann gerir alltaf. Ég er með skýrar hugmyndir og veit hvaða leið við eigum að fara. Reynsla mín segir mér að íþróttamenn þurfi að fá traust, ekki bara á góðu tímunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner