þri 19. júní 2018 10:01
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal að fá Leno og Torreira
Powerade
Torreira kom við sögu í fyrsta leik Úrúgvæ á HM.
Torreira kom við sögu í fyrsta leik Úrúgvæ á HM.
Mynd: Getty Images
Sagan endalausa um Nabil Fekir.
Sagan endalausa um Nabil Fekir.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðrið er á sínum stað og úr nógu er að taka þó Heimsmeistaramótið sé í fullum gangi.



Arsenal er að festa kaup á Bernd Leno, 26 ára markverði Leverkusen, og Lucas Torreira, 22 ára miðjumanni Sampdoria. (Telegraph)

David De Gea, 27, verður launahæsti markvörður heims þegar hann skrifar undir nýjan samning við Manchester United. (Marca)

Liverpool og Lyon eru enn að vinna að samkomulagi um kaupin á Nabil Fekir, 24. (Express)

Maurizio Sarri er við það að taka við Chelsea og verður Gianfranco Zola hans hægri hönd. (Daily Mail)

Sarri hefur miklar mætur á rússneska miðjumanninum Aleksandr Golovin, 22. Chelsea mun berjast við Juventus um að kaupin. (Evening Standard)

Óvissan um framtíðarstjóra Chelsea er að hægja á félaginu á félagaskiptamarkaðinum. Robert Lewandowski, 29 ára sóknarmaður FC Bayern, og Jean-Michael Seri, 26 ára miðjumaður Nice, eru efstir á lista. (Times)

Southampton, West Ham, Wolves, Sampdoria og AC Milan hafa öll áhuga á Jack Wilshere, sem á enn eftir að skrifa undir samninginn sem Arsenal bauð honum. (Mirror)

West Ham vann kapphlaupið við Sevilla um Issa Diop, 21. Hann mun skrifa undir fimm ára samning við Hamrana. (Star)

Everton hefur áhuga á Gelson Martins, 23 ára kantmanni Sporting, og Matthijs de Ligt, 18 ára varnarmanni Ajax. (Telegraph)

Marcel Brands, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, stefnir á að fá Hirving Lozano, 22 ára kantmann PSV sem skoraði sigurmarkið gegn Þjóðverjum, til félagsins. (Echo)

Manchester City nálgast Jorginho, 26 ára miðjumann Napoli. Hann mun kosta 46.5 milljónir punda. (Sky Sports)

Eden Hazard hefur varað Chelsea við að hann gæti haft áhuga á að fara til Real Madrid. (Sun)

Hector Bellerin, 23, er einn af fimm leikmönnum sem Unai Emery vill ekki selja frá Arsenal. (Mirror)

Javier Pastore, 28, er í samningsviðræðum við Roma. Pastore er miðjumaður hjá Paris Saint-Germain. (Sun)

Newcastle vill danska sóknarmanninn Nicolai Jörgensen, 27, frá Feyenoord. Hann kostar 20 milljónir punda. (Chronicle)

Liverpool vill 15 milljónir fyrir Daniel Sturridge, 28. Sevilla og Fenerbahce hafa sýnt honum áhuga. (Telegraph)

Belgísku landsliðsmennirnir ætla að bíða þar til eftir Heimsmeistaramótið til að taka ákvörðun með framtíð sína. Toby Alderweireld og Mousa Dembele eru hjá Tottenham á meðan Thibaut Courtois og Eden Hazard eru hjá Chelsea. (Evening Standard)

Watford hefur áhuga á Bruno Varela, 23 ára markverði Benfica. (Watford Observer)

Nottingham Forest ætlar að fá Lee Tomlin, 29 ára sóknarmann Cardiff. (Nottingham Post)

Leeds bauð í David Stockdale, 32 ára markvörð Birmingham, en tilboðið var ekki nógu gott. (Birmingham Mail)

Gavin Reilly, 25 ára miðjumaður St. Mirren, er líklega á leið til Sunderland á frjálsri sölu. (Chronicle)

Brasilía sendi inn kvörtun til FIFA vegna ákvörðunar sem var tekin í 1-1 jafntefli gegn Sviss á Heimsmeistaramótinu. Steven Zuber gerði jöfnunarmark Svisslendinga með skalla, þar sem hann virtist ýta í bakið á Miranda til að koma honum úr stöðu áður en hann skoraði. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner