Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. júní 2018 18:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Breytingar innan herbúða Arsenal - Lehmann á förum
Lehmann vann undir stjórn Arsene Wenger.
Lehmann vann undir stjórn Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur tilkynnt fyrrum markverði liðsins og núverandi aðstoðarþjálfara, Jens Lehmann, að hans starfskrafta sé ekki lengur óskað hjá félaginu.

Lehmann hverfur á braut ásamt þeim Neil Banfield, Tony Colbert, Gerry Peyton og Boro Primorac.

Nýr knattspyrnustjóri liðsins, Unai Emery hefur valið sér þá Juan Carlos Carcedo og Steve Bould sem aðstoðarmenn. Bould þekkir vel til hjá félaginu og hefur unnið undir stjórn Arsene Wenger.

Auk þeirra tveggja hafa þeir Pablo Villanueva, Darren Burgess, Julen Masach, Javi Garcia, Sal Bibbo og Victor Manas verið staðfestir í þjálfarateymi næsta tímabils.

Lehmann virðist allt annað en sáttur við brotthvarfið ef eitthvað er að marka Twitter færslu sem hann setti inn eftir að breytingarnar voru tilkynntar.



Athugasemdir
banner
banner
banner