Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. júní 2018 14:18
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Póllands og Senegal: Keita Balde á bekknum
Mynd: Getty Images
Pólland mætir Senegal í síðasta leik fyrstu umferðar Heimsmeistaramótsins.

Bæði lið tefla fram sóknarsinnuðum uppstillingum, þar sem Pólverjar eru með Arkadiusz Milik og Robert Lewandowski saman frammi.

Grzegorz Krychowiak er eini varnarsinnaði miðjumaðurinn í byrjunarliði Pólverja. Piotr Zielinski, sóknarsinnaður miðjumaður Napoli, byrjar við hliðina á honum.

Senegalar eru ekki með lakari sóknarlínu. Þeirra fremsti maður er M'Baye Niang, sóknarmaður Torino, en Sadio Mane byrjar fyrir aftan hann ásamt Mame-Biram Diouf og Ismaila Sarr. Fjórir af fimm miðjumönnum Senegal spila í enska boltanum.

Keita Balde, sóknarmaður Mónakó, byrjar á bekknum ásamt fyrirliðanum Cheikhou Kouyate og Diafra Sakho.

Miðvarðapar Senegala er afar öflugt, þar sem Salif Sané hefur verið frábær með Schalke, rétt eins og Kalidou Koulibaly með Napoli.

Pólland: Szczesny; Piszczek, Cionek, Pazdan, Rybus; Blaszczykowski, Krychowiak, Zielinski, Grosicki; Milik, Lewandowski.

Senegal: N'Diaye; Wague, Koulibaly, Sane, Sabaly; Gueye, N'Diaye; Sarr, Diouf, Mane; Niang
Athugasemdir
banner
banner
banner