Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. júní 2018 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Herði datt ekki í hug að áhorfið yrði svona mikið á leikinn gegn Argentínu
Icelandair
Nánast öll þjóðin horfði á leik Íslands og Argentínu.
Nánast öll þjóðin horfði á leik Íslands og Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Metfjöldi horfði á beina sjónvarpsútsendingu frá leik Íslands og Argentínu á RÚV á laugardaginn samkvæmt bráðabirgðatölum frá Gallup.

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins segir að þetta sé rosalegar tölur en að sama skapi mjög skemmtilegt.

„Mér datt ekki í hug að þetta væri svona mikið. Það er gaman að sjá að íslenska þjóðin er öll að fylgjast með og stendur við bakið á okkur," og það er ekki bara íslenska þjóðin sem fylgist með því strákarnir hafa vakið mikla athygli um allan heim.

Hörður segir að eftir EM í Frakklandi þar sem athyglin var einnig mikil séu menn búnir að venjast því.

„Við erum orðnir vanir þessari athygli, frá fjölmiðlum og áhorfendum líka. Þetta er ennþá skemmtilegra þegar allt er svona stórt. Það var gaman að sjá hversu margir fjölmiðlamenn voru mættir á fjölmiðlafundinn fyrir leikinn gegn Argentínu og á leikinn sjálfan. Það er ennþá skemmtilegra að sjá sem flesta,"
Viðtalið við Hörð má sjá í heild sinni hér að neðan.


Hörður Björgvin: Víðir bar á sig sólarkrem í klukkutíma
Athugasemdir
banner
banner
banner