Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. júní 2018 19:56
Ingólfur Páll Ingólfsson
HM: Rússland sigraði Egyptaland í frábærum síðari hálfleik
Það var fallegt sólsetrið í Sankti Pétursborg.
Það var fallegt sólsetrið í Sankti Pétursborg.
Mynd: Getty Images
Salah kyssir boltann fyrir vítaspyrnuna.
Salah kyssir boltann fyrir vítaspyrnuna.
Mynd: Getty Images
Russia 3 - 1 Egypt
1-0 Ahmed Fathy ('47 , sjálfsmark)
2-0 Denis Cheryshev ('59 )
3-0 Artem Dzyuba ('62 )
3-1 Mohamed Salah ('73 , víti)

Rússland heldur áfram að koma á óvart á heimsmeistaramótinu. Liðið sigraði Egyptaland í miklum markaleik. Um fyrsta leik 2.umferðar var að ræða og lofar hann góðu upp á framhaldið.

Fyrri hálfleikur var nokkuð tíðindalítill, Rússar ógnuðu meira en það var hinsvegar Mohamed Salah sem fékk besta færri fyrri hálfleiks þegar skot hans fór rétt framhjá markinu.

Það lifnaði heldur betur yfir leiknum í síðari hálfleik og á 47. mínútu komst Rússland yfir með sjálfsmarki Ahmed Fathy. Markvörður Egypta kýldi fyrirgjöf Golovin út í teig þar sem Zobnin skaut að marki. Knötturinn var á leið framhjá en Fathy steig klaufalega í veg fyrir boltann og stýrði honum í eigið mark.

Rússar komust tveimur mörkum yfir rúmlega tíu mínútum síðar er Cheryshev skoraði sitt þriðja mark á mótinu. Samedov gaf þá á Fernandes sem átti gott hlaup og gaf fyrir á Cheryshev sem skoraði örruglega.

Einungis þremur mínútum síðar voru Rússar komnir þremur mörkum yfir. Var þar að verki Dzyuba. Leikmaðurinn tók á móti boltanum með bringunni, komst framhjá varnarmanni og skoraði með góðu skoti.

Egyptar voru ekki alveg tilbúnir að gefast upp og eftir VAR dómgæslu fékk liðið vítaspyrnu sem Salah skoraði úr. Liðið reyndi í kjölfarið allt sem það gat til að jafna en það tókst ekki, Rússar beittu skyndisóknum og spilaði vel. 3-1 niðurstaðan og Rússland í frábærum málum í A-riðli á meðan Egyptar eru að öllum líkindum á heimleið.
Athugasemdir
banner